Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur Evrópu (RUNIC) leitar eftir íslenskum starfsnema.


 
Upplýsingaskrifstofan leitast eftir að beina athygli að Sameinuðu þjóðunum og starfsemi stofnunarinnar.

Upplýsingaskrifstofan auglýsir eftir starfsnema í þrjá til sex mánuði, umsækjandinn verður hið minnsta að vera háskólanemi og hafa gott vald á íslensku.

Sérstaklega er leitað eftir starfsnema sem eru sérhæfðir í einhverju fagi sem kemur starfsemi Sameinuðu þjóðanna við. Margar námsgreinar koma til greina, t.d. fjölmiðlafræði, alþjóðatengsl, tungumál, stjórnmálafræði, sagnfræði, þýðingar eða viðskiptagreinar.

Starfsneminn tekur þátt í daglegri starfsemi skrifstofu RUNIC í Brussel. Meðal þeirra verka sem ætlast er að starfsneminn leysi af hendi eru: að fylgjast með íslenskum fjölmiðlum, þýðingar úr erlendum málum á íslensku, uppfærslu á íslenska hluta vefs RUNIC og auka sýnileika Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Unnið er á skrifstofu RUNIC á ensku og frönsku og er góð færni á aðra tunguna skilyrði.

Vinnan er ólaunuð. Starfsneminn, eða annar aðili, verður að borga ferðakostnað og uppihald á meðan hann er starfsnemi.

Umsóknir (ferilskrá og kynningarbréf) skal sendast til

RUNIC Brussels
Att: Lena Claesson
Residence Palace
Rue de la Loi 155
1040 Bruxelles

Eða með tölvupósti:
claesson@runiceurope.org

 
Heim