Þúsaldarmarkmið um þróun


 
1.  Eyða fátækt og hungri.

  • Lækka hlutfall þess fólks sem býr við örbirgð um helming á tímabilinu 1990 til 2015.
  • Lækka hlutfall þeirra sem búa við hungursneyð um helming á sama tímabili.

2.  Öll börn njóti grunnskólamenntunar árið 2015.

  • Tryggja að bæði stúlkur og drengir ljúki grunnskólanámi.

3.  Vinna að jafnrétti kynjanna og styrkja frumkvæðisrétt kvenna.

  • Eyða kynjamisrétti til skólagöngu í grunn- og framhaldsskólum fyrir árið 2005 og á öllum skólastigum fyrir 2015.

4.  Lækka dánartíðni barna.

  • Lækka tíðni ungbarnadauða um tvo þriðju á tímabilinu 1990 til 2015.

5.  Vinna að bættu heilsufari kvenna.

  • Lækka dánartíðni vegna barnsburðar (maternal mortality) um þrjá fjórðu á tímabilinu 1990 til 2015.

6.  Berjast gegn alnæmi, malaríu og öðrum sjúkdómum sem ógna mannkyninu.

  • Snúa við útbreiðslu eyðni, malaríu og annarra sjúkdóma fyrir árið 2015.

7.  Vinna að sjálfbærri þróun.

  • Framkvæma ríkjaáætlanir um sjálfbæra þróun fyrir árið 2005 og snúa þannig við neikvæðri þróun umhverfisáhrifa fyrir árið 2015.
  • Lækka um helming hlutfall þeirra sem ekki hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni á tímabilinu 1990 til 2015.
  • Stuðla að bættum lífsskilyrðum a.m.k. 100 milljón íbúa í fátækrahverfum stórborga.

8.  Styrkja hnattræna samvinnu um þróun

  • Vinna frekar að opnu og sanngjörnu viðskipta- og fjármálakerfi sem byggir á skýrum reglum.
  • Taka á málefnum fátækustu þróunarlandanna, m.a. með því að leggja af innflutningsgjöld og kvóta á útflutningsvörur þeirra, leysa skuldabyrði landanna með lækkun skulda, og með auknum framlögum til opinberrar þróunaraðstoðar.
  • Taka tillit til sérstöðu landluktra landa og smárra eyþjóða.
  • Vinna með lyfjaiðnaðinum að því að veita fátækum þjóðum aðgang að mikilvægum lyfjum.
  • Vinna að því ásamt einkageiranum að veita þróunarlöndum aðgang að nýjustu upplýsinga- og samskiptatækni.


Nánari upplýsingar á ensku (heimasíða SÞ):  http://www.un.org/millenniumgoals/.